Helena mætti óvænt – Verður með í botnbaráttuslagnum
Sævar Jónasson)

Helena Rut Örvarsdóttir (Sævar Jónasson)

Það vakti athygli Handkastsins og fleiri að Helena Rut Örvarsdóttir var mætt í lið Stjörnunnar í síðustu umferð þegar liðið tók á móti Íslands- og deildarmeisturum Vals í 4.umferð efstu deildar kvenna.

Helena lék ekkert með Stjörnuliðinu á síðustu leiktíð en Helena eignaðist sitt fyrsta barn í febrúar á þessu ári og að auki flutti hún til Danmerkur og býr þar ásamt fjölskyldu sinni.

Jón Kristinn Jónsson íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu fjallaði um endurkomu Helenu eftir leikinn í Garðabænum. Þar spurði Jón Kristinn, Helenu út í endurkomuna. Þar sagðist Helena einfaldlega vera á landinu þessa dagana í fríi og vildi hjálpa liðinu á meðan.

Helena var spurð út í framhaldið og hvert hún væri komin til að vera hér á Íslandi?

,,Nei, ekki þannig. Að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag. En ég verð allavegana með í næsta leik sem er á móti Selfossi. Ég verð mætt þar," sagði Helena í viðtali við MBL.

Valur hafði betur 34-27 í leiknum og er Stjarnan enn í leit af fyrsta sigrinum og fyrstu stigum tímabilsins.

Á fimmtudaginn mætast Selfoss og Stjarnan á Selfossi en bæði lið eru án stiga í efstu deild kvenna.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top