Birna Berg Haraldsdóttir - Britney Cots (Egill Bjarni Friðjónsson)
ÍBV vann níu marka sigur á Selfossi í 4.umferð Olís-deildar kvenna í síðustu viku 31-22 en liðið hefur byrjað virkilega vel á tímabilinu og eru með sex stig. Í umræddum leik var hinsvegar eitt mark sem vakti meira athygli heldur en annað en það mark skoraði ÍBV með hvorki fleiri né færri en átta leikmenn inná vellinum. Það er sjaldséð sjón í handbolta að það gerist á einhvern ótrúlegan hátt komst ÍBV upp með það að leika með átta leikmenn inná vellinum á sama tíma og skoraði mark á meðan. Sindri Ólafsson eftirlitsmaður leiksins sem er mikill Eyjamaður og fyrrum leikmaður ÍBV var ekki var við neitt fyrr en ÍBV var komið í vörn eftir markið og Sandra Erlingsdóttir hljóp inná völlinn sem áttundi leikmaður ÍBV. Ómar Ingi Sverris og Kári Garðarsson dómarar leiksins sáu á sama tíma ekkert áhugavert við þetta allt saman. Atvikið var tekið fyrir í Handboltahöllinni í Sjónvarpi Símans í gær en þátturinn er sýndur öll mánudagskvöld í opinni dagskrá. Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.