ÍR aftur á sigurbraut

Katrín Tinna Jensdóttir (

ÍR tók á móti KA/Þór í fyrsta leik 5.umferðar Olís deildar kvenna í kvöld.

Mikið jafnræði var með liðunum í kvöld og var jafnt á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik og fór því vel á með liðunum að fara með 16-16 stöðu inn í hálfleikinn.

Það sama var upp á teningnum í síðari hálfleik en norðanstelpur voru alltaf með yfirhöndina og komust 4 mörkum yfir, 24-28 þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum.

Allt virtist stefna í sigur KA/Þór en þá tóku ÍR-ingar upp á því að skora 6 mörk í röð og breyttu stöðunni í 30-28 þegar 5 mínútur voru til leiksloka.

Lokakaflinn var æsispennandi og gekk liðunum illa að skora. Bergrós Ásta fékk tækifæri til þess að jafna leikinn en Oddný Björg varði í marki ÍR og tryggði þeim 30-29 sigur.

Þetta var gífurlegar mikilvægur sigur ÍR-inga sem höfðu tapað tveimur leikjum í röð og eru nú komin með 6 stig í deildinni eins og KA/Þór sem hefur tapað tveim leikjum í röð eftir góða byrjun.

Sara Dögg Hjaltadóttir var markahæst hjá ÍR með 11 mörk og Tinna Valgerður Gísladóttir skoraði 7 mörk fyrir KA/Þór

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top