Sara Sif Helgadóttir (Eyjólfur Garðarsson)
Haukar tóku á móti ÍBV á Ásvöllum í kvöld og voru það Eyjakonur sem fóru með sigur af hólmi 18-20. Eyjakonur tóku daginn snemma þar sem þær, þurftu vegna veðurs, að taka Herjólf snemma í morgun en það virtist ekki koma að sök í leik kvöldsins. ÍBV virtust koma Haukum á óvart með agressívum varnarleik og leiddu þær sanngjarnt í hálfleik 10-13. Haukar reyndu hvað þær gætu að minnka muninn í seinni hálfleik en þær fór hrikalega illa með dauðafæri í leiknum. Amalia Froland varði mikilvæga bolta fyrir aftan sterka vörn ÍBV. Sandra Erlingsdóttir var markahæst Eyjakvenna með 7 mörk og Ragnheiður Ragnarsdóttir var markahæst hjá Haukum með 4 mörk. ÍBV eru því komnar á topp Olís deildarinnar með 8 stig eftir 5.umferðir og eru til alls líklegar í vetur. Haukar sitja í 5.sæti með 5 stig sem verður að teljast vonbrigði hjá þeim.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.