Stymmi spáir í spilin (
Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna. Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 5.umferð fari í Olís deild kvenna. ÍR– KA/Þór (Miðvikudagur 18:00) / Sigurvegari: ÍR Eftir góða byrjun hjá báðum liðum töpuðu þau bæði í síðustu umferð. ÍR hefur reyndar tapað tveim í röð en ég held að það komist aftur á sigurbraut í þessari umferð og jafni KA/Þór að stigum í deildinni. Haukar– ÍBV(Miðvikudagur 18:30) / Sigurvegari: Haukar Haukar unnu KA/Þór fyrir norðan um helgina meðan Sandra Erlings fór á kostum gegn Selfoss í síðustu viku. Ég reikna með jöfnum og spennandi leik sem Haukar hafa á endanum því breiddin er meiri þar. Coolbet eruð að bjóða upp á forgjöf +3.5 á ÍBV og það myndi ég alltaf taka. Sé Haukana ekki rústa þessum leik. Valur– Fram (Miðvikudagur 19:00) / Sigurvegari: Valur Stórleikur umferðarinnar í þráðbeinni á Sjónvarpi Símans. Þessi lið hafa verið þau sterkustu í kvennaboltanum undanfarin áratug. Valskonur voru í Evrópuverkefni um helgina meðan Fram kláraði ÍR þægilega á heimavelli. Það eru meiðsli í liði Vals en ég held að Hafdís Renötudóttir loki markinu eins og oft áður og Valskonur fari með sigur af hólmi. Selfoss – Stjarnan (Fimmtudagur 20:00) / Sigurvegari: Stjarnan Botnbaráttuslagur af bestu gerð. Bæði lið sitja stigalaus á botni Olís deildinnar en Selfoss vann þá sinn fyrsta leik á tímabilinu um helgina þegar þær unnu AEK Aþenu. Ég held að sá leikur sitji ennþá smá í þeim og Stjarnan vinni þetta í jöfnum og spennandi leik og nái þar með í sín fyrstu stig. 4.umferð (4 réttir)
3.umferð (3 réttir)
2.umferð (2 réttir)
1.umferð (3 réttir)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.