Benedikt Gunnar Óskarsson (Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)
4.umferðin í Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld með fjórum leikjum. 4.umferðin lýkur síðan annað kvöld með öðrum fjórum leikjum. Allir leikir Meistaradeildarinnar eru sýndir í beinni á Livey. Þrjú Íslendingalið verða í eldlínunni í kvöld en Magdeburg heimsækir GOG, Sporting fær Nantes í heimsókn og Kolstad fær Álaborg í heimsókn. Tveir leikir hefjast klukkan 16:45 en Kolstad - Álaborg og Sporting - Nantes hefst klukkan 18:45. Benedikt Gunnar Óskarsson leikmaður Kolstad var í viðtali á heimasíðu félagsins í aðdraganda leiksins í dag. Þar var hann spurður út í leikinn gegn Álaborg en um Norðurlandaslag er að ræða og það er ekki á hverjum degi sem tvö norðurlandalið mætast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. ,,Ég tel að við eigum góða möguleika. Það verður afar mikilvægt fyrir okkur að ná upp góðri vörn svo við getum fengið nokkur auðveld hraðarupphlaupsmörk í kjölfarið,“ sagði Benedikt. Hann var spurður út í framfarir sínar á þessu rúmlega ári sem hann hefur verið hjá Kolstad. ,,Ég er orðinn betri, já, ekki bara í að stjórna leiknum, heldur hef ég líka bætt mig í árásum og skotunum mínum. Þar að auki er ég líka orðinn aðeins sterkari, og það hjálpar líka." ,,Mér hefur alltaf gengið vel að stjórna leikjum. Í byrjun hérna í Kolstad var það svolítið erfitt. En eftir að ég fékk meira sjálfstraust hef ég líka fundið fyrir meira sjálfstrausti, og það hjálpar auðvitað við leikinn. Það skiptir miklu máli í handbolta að vera með mikið sjálfstraust. Ef þér líður vel, þá spilarðu vel.“ Benedikt viðurkennir að það hafi verið erfitt að hefja atvinnumannaferilinn í nýju landi. ,,Þetta var svolítið erfitt í byrjun, að vera einn, en svo fékk ég bróður minn Arnór hingað í félagið og við búum saman í dag, sem er eitthvað sem við erum vanir frá Íslandi.“
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.