Benni telur Kolstad eiga góða möguleika gegn Álaborg
Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)

Benedikt Gunnar Óskarsson (Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)

4.umferðin í Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld með fjórum leikjum. 4.umferðin lýkur síðan annað kvöld með öðrum fjórum leikjum. Allir leikir Meistaradeildarinnar eru sýndir í beinni á Livey.

Þrjú Íslendingalið verða í eldlínunni í kvöld en Magdeburg heimsækir GOG, Sporting fær Nantes í heimsókn og Kolstad fær Álaborg í heimsókn. Tveir leikir hefjast klukkan 16:45 en Kolstad - Álaborg og Sporting - Nantes hefst klukkan 18:45.

Benedikt Gunnar Óskarsson leikmaður Kolstad var í viðtali á heimasíðu félagsins í aðdraganda leiksins í dag. Þar var hann spurður út í leikinn gegn Álaborg en um Norðurlandaslag er að ræða og það er ekki á hverjum degi sem tvö norðurlandalið mætast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

,,Ég tel að við eigum góða möguleika. Það verður afar mikilvægt fyrir okkur að ná upp góðri vörn svo við getum fengið nokkur auðveld hraðarupphlaupsmörk í kjölfarið,“ sagði Benedikt.

Hann var spurður út í framfarir sínar á þessu rúmlega ári sem hann hefur verið hjá Kolstad.

,,Ég er orðinn betri, já, ekki bara í að stjórna leiknum, heldur hef ég líka bætt mig í árásum og skotunum mínum. Þar að auki er ég líka orðinn aðeins sterkari, og það hjálpar líka."

,,Mér hefur alltaf gengið vel að stjórna leikjum. Í byrjun hérna í Kolstad var það svolítið erfitt. En eftir að ég fékk meira sjálfstraust hef ég líka fundið fyrir meira sjálfstrausti, og það hjálpar auðvitað við leikinn. Það skiptir miklu máli í handbolta að vera með mikið sjálfstraust. Ef þér líður vel, þá spilarðu vel.“

Benedikt viðurkennir að það hafi verið erfitt að hefja atvinnumannaferilinn í nýju landi.

,,Þetta var svolítið erfitt í byrjun, að vera einn, en svo fékk ég bróður minn Arnór hingað í félagið og við búum saman í dag, sem er eitthvað sem við erum vanir frá Íslandi.“

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top