Selfoss skildi Stjörnuna eina eftir á botninum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ída Bjarklind Magnúsdóttir (Sigurður Ástgeirsson)

Lokaleikur 5.umferðar Olísdeilar kvenna fór fram á Selfossi í kvöld þar sem Stjarnan koma í heimsókn.

Bæði lið voru stigalaus á botni deildinnar fyrir leikinn og því um gífurlega mikilvægan leik í botnbaráttu deildinnar.

Jafnt var nánast á öllum tölum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að hafa forystu en það voru Selfyssingar sem leiddu í hálfleik 13-12.

Þær byrjuðu síðari hálfleikinn betur og voru komnar með 3 marka forskot þegar síðari hálfleikur var nýbyrjaður en Stjarnan vann sig hægt og rólega aftur inn í leikinn.

Mikil spenna var á lokamínútum leiksins þar sem jafnt var á öllum tölum og markmenn liðanna fundu sig loksins en þær höfðu haft hægt um sig í kvöld.

Selfyssingar unnu boltann þegar 20 sekúndur voru eftir í stöðunni 28-28. Þær tóku leikhlé og settu upp lokasóknina sem bar heldur betur árangur en Ída Bjarklind skoraði fyrir utan og tryggði Selfyssingum sín fyrstu stig í Olísdeildinni í vetur.

Ída Bjarklind var gífurlega mikilvægt fyrir Selfoss á lokakaflanum í kvöld en hún skoraði 3 af síðustu 4 mörkum þeirra í leiknum.

Með þessum sigri skildu Selfoss Stjörnuna eina eftir á botni deildinnar en þær eru þar stigalausar.

Mia Kristin Syverud var stórkostlega í liði Selfoss í kvöld og skoraði 8 mörk úr 8 tilraunum en hjá Stjörnunni var Aníta Björk Valgeirsdóttir markahæst með 7 mörk.  

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top