wFramFram (Kristinn Steinn Traustason)
Fram 2 fékk Víkings stelpur í heimsókn í dag í Lambhagahöllinna í Grill 66 deild kvenna. Fram stúlkur voru ákveðnari í byrjun leiks og byrjuðu leikinn betur. Svo var mikið jafnræði með liðunum lengst af í fyrri hálfleik allt þangað til 5 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá tóku Víkings stelpur góðan kipp og voru yfir í hálfleik 12-14. Víkings stelpur byrjuðu leikinn frábærlega í seinni hálfleik og náðu fljótlega 5 marka forskoti. Lokakaflinn var svo nokkuð jafn þar sem Fram stelpur náðu að jafna þegar 7 mínútur lifðu leiks. En Víkings stelpur reyndust vera klókari í lok leiks og sigruðu leikinn 25-29. Auður Brynja Sölvadóttir og Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir voru markahæstar hjá Víking með 8 mörk hvor. Klaudia og Þyrí Erla vörðu samtals 12 skot. Hjá Fram var Sara Rún Gísladóttir markahæst með 8 mörk. Markvörðurinn efnilegi Arna Sif Jónsdóttir varði 15 skot hjá þeim.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.