Sjáðu hvernig Ída Bjarklind tryggði Selfoss fyrsta sigurinn
Sigurður Ástgeirsson)

Ída Bjarklind Magnúsdóttir (Sigurður Ástgeirsson)

Ída Bjarklind Magnúsdóttir fór á kostum undir lokleiks Selfoss og Stjörnunnar í síðustu viku í 5.umferð Olís-deildar kvenna þegar bæði stigalausu lið deildarinnar mættust.

Ída Bjarklind skoraði sigurmark leiksins þegar átta sekúndur lifðu leiks en Ída skoraði þrjú af síðustu fjórum mörkum liðsins í leiknum.

Selfoss vann leikinn með einu marki 29-28 og innbyrti þar af leiðandi sinn fyrsta sigur á tímabilinu og skildi Stjörnuna eftir eina á botni deildarinnar eftir fimm umferðir.

Mörk Ídu voru til umræðu í Handboltahöllinni sem sýnd er í opinni dagskrá öll mánudagskvöld í Sjónvarpi Símans.

,,Ída Bjarklind Magnúsdóttir stóð fyrir sínu og rúmlega það á lokakafla leiksins og hún eiginlega vinnur þennan leik,” sagði Hörður Magnússon þáttastjórnandi Handboltahallarinnar.

,,Þetta er rosalega öflug skytta, mjög hávaxin og með góða skothendi," bætti Rakel Dögg Bragadóttir við.

Mörk Ídu og umræðuna má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top