Þjálfari Tjörva Týs rekinn
Oppenweiler)

Stephan Just (Oppenweiler)

Stephan Just sem stýrt hefur liði HC Oppenweiler/Backnang undanfarin ár hefur verið sagt upp störfum eftir slakt gengi í upphafi tímabilsins í þýsku B-deildinni. Félagið er að spila í þýsku B-deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Tjörvi Týr Gíslason gekk í raðir félagsins í sumar eftir að samningur hans hjá Bergischer rann út fyrr í sumar.

Í tilkynningu frá félaginu í gærkvöldi er sagt að vonbrigði í byrjun tímabilsins ásamt misgóðum úrslitum á undirbúningstímabilinu voru úrslitaþættirnir í ákvörðuninni um að segja samningi Stephan Just upp, en samningur hans gildir til 30. júní 2026.

,,Félagið hafði einnig vonast til að einstakir leikmenn myndu þroskast betur en þeir hafa gert," sagði ennfremur í tilkynningunni en þjálfarinn kvaddi liðið í gærkvöldi.

Framkvæmdastjórinn félagsins Jonas Frank segir í tilkynningunni: ,,Þessi ákvörðun var svo sannarlega ekki auðveld fyrir okkur. Stephan Just átti þátt í því að félagið okkar komst í fyrsta sinn upp í aðra Bundesliga í fyrra. Engu að síður er það okkar skylda að meta núverandi þróun vandlega. Því miður er árangurinn ekki nægilega góður, sem við viljum snúa við eins fljótt og auðið er. Til að ná þeim viðsnúningi er nauðsynlegt fyrir okkur að koma nýjum krafti inn í liðið."

HC Oppenweiler/Backnang er enn í leit af sínum fyrsta sigri í deildinni en liðið hefur gert tvö jafntefli í fyrstu sjö umferðum þýsku B-deildarinnar. Ellefu marka tap gegn Hákoni Daða Styrmissyni og félögum í Hagen var síðasti leikur liðsins undir stjórn Stephan Just.

HC Oppenweiler/Backnang spilar gegn TV Großwallstadt á laugardaginn næstkomandi mun tilkynna bráðabirgðalausn fyrir komandi leiki eins fljótt og auðið er.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top