Snorri Steinn Guðjónsson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands hefur valið þá 17 leikmenn sem munu koma saman í Þýskalandi 27.október í næsta landsliðsverkefni Íslands. Þar æfir íslenska landsliðið og endar síðan æfingavikuna á tveimur æfingaleikjum gegn Þjóðverjum. Fara leikirnir fram fimmtudaginn 30. október í PSD Bank Nürnberg Arena og loks sunnudaginn 2. nóvember í SAP Garden München. Athygli vekur að Snorri Steinn velur einungis 17 leikmenn í verkefnið og þar af þrjá markmenn. Leikmenn á borð við Andra Má Rúnarsson leikmaður Erlangen, Blær Hinriksson leikmaður Leipzig, Benedikt Gunnar Óskarsson leikmaður Kolstad fá ekki tækifæri í landsliðshópnum að þessu sinni þrátt fyrir meiðsli Janusar Daða Smárasonar og þá hefur Aron Pálmarsson lagt skóna á hilluna frá síðasta verkefni. Ágúst Elí Björgvinsson fær loks tækifæri með íslenska landsliðinu en hann hefur ekki fengið mörg tækifæri undanfarin ár þar sem Viktor Gísli Hallgrímsson og Björgvin Páll Gústavsson hafa átt stöðuna að undanskildum nokkrum mínútum sem Ísak Steinsson fékk en hann er ekki í hópnum að þessu sinni. Hópurinn er eftirfarandi: Markverðir Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg (52/3) Björgvin Páll Gústavsson, Valur (284/26) Viktor Gísli Hallgrímsson, Barcelona (70/2) Aðrir leikmenn Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen (103/107) Einar Þorsteinn Ólafsson, HSV Hamburg (23/7) Elliði Snær Viðarsson, VFL Gummersbach (60/130) Elvar Örn Jónsson, Magdeburg (89/205) Gísli Þorgeir Kristjánsson, Madgeburg (71/155) Haukur Þrastarsson, Reihn-Neckar Löwen (44/64) Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (54/162) Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg (90/325) Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (28/86) Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (85/230) Stiven Tobar Valencia, Benfica (20/23) Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (17/34) Viggó Kristjánsson, Erlangen (69/211) Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (104/47)
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.