Erlendar fréttir: Íslendingar í eldlínunni
(Kristinn Steinn Traustason)

Kristján Örn Kristjánsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Handkastið fylgist með handboltafréttum hvaðan nær úr heiminum. Hér birtast lifandi erlendar fréttir allan daginn auk þess sem stærri fréttir birtast sem sérfrétt á forsíðu Handkastsins.

Fylgstu með því sem er að gerast í handboltaheiminum erlendis hér á Handkastinu.

Erlendar fréttir: Laugardaginn 18.október:

21:51: Þorsteinn Leó skoraði þrjú mörk í sigri

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði þrjú mörk í sextán marka sigri Porto gegn Vitória í portúgölsku deildinni í dag 22-38.

20:45: Monsi skoraði sjö í sigri

Úlfar Páll Monsi Þórðarson skoraði sjö mörk í sigri Alkaloid gegn Tinex Prolet í Norður-Makedóníu í dag. Alkaloid unnu níu marka sigur 20-29 á útivelli.

20:45: Elmar skoraði þrjú mörk í tapi

Elmar Erlingsson skoraði þrjú mörk í tólf marka tapi Nordhorn-Lingen á útivelli gegn Elbflorenz 34-22 í þýsku B-deildinni. Elbflorenz eru í 2.sæti þýsku B-deildarinnar á meðan Nordhorn er í 9.sæti með 7 stig eftir átta umferðir.

20:25: Tumi frábær í Austurríki

Tumi Steinn Rúnarsson átti frábæran leik fyrir Alpla Hard þegar þeir unnu Bregenz í dag, 33-29. Tumi skoraði þrjú mörk, gaf fjórtán stoðsendingar og átti að auki sex sköpuð færi sem fóru forgörðum. Alpla situr í þriðja sæti deildarinnar.

20:20: Elverum aftur á toppinn

Elverum er komið aftur á topp norsku deildarinnar eftir sigur á Bækkelaget, 26-31 á útivelli í kvöld. Tryggvi Þórisson skoraði tvö mörk úr þremur skotum fyrir gestina. Þeir hafa nú þrettán stig á toppi deildarinnar eftir átta leiki en Kolstad er í sætinu fyrir neðan með fullt hús stiga, tólf stig eftir sex leiki.

16:53: Álaborg slátraði Fredericia

Álaborg slátraði Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni í dag með 18 markamun 38-20. Juri KNorr og Buster Juul voru markahæstir hjá Álborg með fimm mörk hvor.

16:45: Birgir Steinn markahæstur

Birgir Steinn Jónsson var í lykilhlutverki hjá Savehof í dag þegar liðið vann Helsingborg 34-31 í sænsku úrvalsdeildinni. Birgir Steinn var markahæstur hjá Savehof og skoraði sex mörk úr sjö skotum í leiknum.

Birgir Steinn og félagar eru komnir upp í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig í níu leikjum eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

16:00: Donni með sýningu

Kristján Örn Kristjánsson, Donni var með sýningu í dönsku úrvalsdeildinni í dag er lið hans Skanderborg vann Ringsted 33-28. Donni skoraði tólf mörk úr fimmtán skotum í leiknum og var lang markahæstur.

Guðmundur Bragi Ástþórsson leikmaður Ringsted skoraði fimm mörk.

Ísak Gústafsson skoraði tvívegis fyrir Ringsted.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top