Gústi Jó tekur við U20 karla – Hefur valið sinn fyrsta hóp
IHF)

Ágúst Guðmundsson (IHF)

Ágúst Þór Jóhannsson og Maksim Akbachev hafa verið ráðnir þjálfarar U20 ára landsliðs Íslands en þeir hafa valið sinn fyrsta landsliðshóp sem kemur saman til æfinga 28. október.

Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en U20 ára landsliðið mun einnig leika tvo æfingaleiki gegn A-landsliði Grænlands 30. október og 1. nóvember.

Ágúst Þór Jóhannsson hefur verið þjálfari yngri landsliða kvenna auk þess að hafa verið í þjálfarateymum bæði karla og kvenna landsliðsins undanfarin ár. Í sumar tók hann við karlaliði Vals í Olís-deild kvenna og við sama tilefni hætti hann sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins.

Þá hefur hann sagt skilið við 2006 landsliðs kvenna en hefur nú tekið við enn einu nýja verkefninu hjá handknattleikssambandi Íslands og flutt sig yfir í 2006 karla landsliðið.

Fyrsti landsliðshópur Ágústar og Maksims má sjá hér að neðan en Maksim þekkir þennan hóp vel enda var hann aðstoðarmaður Heimis Ríkarðssonar með þetta sama landslið síðasta sumar er liðið tók þátt á HM U19 ára.

Markmenn:

Jens Sigurðarson, Valur

Hannes Pétur Hauksson, Grótta

Sigurjón Bragi Atlason, Afturelding

Aðrir leikmenn:

Andri Erlingsson, ÍBV

Antonie Óskar Pantano, Grótta

Ágúst Guðmundsson, HK

Baldur Fritz Bjarnason, ÍR

Bernard Kristján Owusu Darkoh, ÍR

Bessi Teitsson, Grótta

Dagur Árni Heimisson, Valur

Dagur Leó Fannarsson, Valur

Daníel Montoro, Valur

Elís Þór Aðalsteinsson, ÍBV

Garðar Ingi Sindrason, FH

Harri Halldórsson, Afturelding

Haukur Guðmundsson, Afturelding

Ingvar Gunnarsson, FH

Jens Bragi Bergþórsson, KA

Jökull Blöndal Björnsson, ÍR

Leó Halldórsson, Afturelding

Max Emil Stenslund, Fram

Nathan Helgi Doku, ÍR

Stefán Magni Hjartarson, Afturelding

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top