Inga Dís frá næstu vikurnar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Inga Dís Jóhannsdóttir (Kristinn Steinn Traustason)

Inga Dís Jóhannsdóttir skytta í liði Hauka í Olís-deild kvenna verður frá vegna meiðsla næstu vikurnar. Þetta staðfesti Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka í samtali við Handkastið.

Inga Dís handleggsbrotnaði í leik Hauka gegn KA/Þór í 4.umferð deildarinnar og var þar af leiðandi ekki með liðinu í tapinu gegn ÍBV í 5.umferðinni í síðustu viku.

Díana sagði óljóst hversu lengi Inga Dís yrði frá en mögulega yrði hún ekkert meira með Haukum fyrr en eftir HM-fríið í Olís-deildinni en þrjár umferðir eru eftir af deildinni áður en heimsmeistaramótið hefst í lok nóvember.

Heil umferð fer fram í Olís-deild kvenna í dag þar sem Haukar taka á móti Stjörnunni klukkan 15:00 en leikurinn verður í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

Gera má ráð fyrir að Inga Dís verði klár í slaginn þegar stelpurnar hefja leik aftur í desember þegar tvær umferðir verða leiknar áður en þær fara í jólafrí.

Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top