U18 ára landsliðshópurinn valinn – Snorri Steinn ekki meðal þjálfara
Sævar Jónasson)

Freyr Aronsson (Sævar Jónasson)

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Andri Sigfússon þjálfarar U18 ára karla landsliðs Íslands hafa valið eftirtalda leikmenn til æfinga sem hefjast 31. október

Þessi árgangur vann til gullverðlauna á Ólympíuhátíð æskunnar í sumar þar sem liðið fór á kostum undir stjórn þeirra Ásgeirs Arnar, Andra Sigfússonar og Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara Íslands.

Miðað við tilkynninguna frá HSÍ sem birtist í kvöld er Snorri Steinn Guðjónsson ekki nefndur meðal þjálfara liðsins að þessu sinni. Ekki er vitað hvort samningur Snorra Steins sem þjálfari U18 ára landsliðsins hafi ekki verið framlengdur eða hvort íþróttastjóri HSÍ, Jón Gunnlaugur Viggósson ásamt afreksnefnd HSÍ hafi viljað gera breytingar á þjálfarateyminu. Snorri Steinn sjálfur, situr í afreksnefnd HSÍ ásamt Þóri Hergeirssyni, Arnari Péturssyni og Jóni Gunnnlaugi íþróttastjóra HSÍ.

27 leikmenn hafa verið valdir í komandi verkefni hjá þeim Ásgeiri Erni og Andra Sigfússyni þar á meðal tveir markmenn frá ÍBV.

Þó nokkrir leikmenn eru í hópnum sem hafa gert það gott bæði í Olís-deild karla og Grill66-deild karla.

Markmenn:

Anton Máni Francisco Heldersson, Valur

Jóhannes Andri Hannesson, FH

Morgan Goði Garner, ÍBV

Sigurmundur Gísli Unnarsson, ÍBV

Útileikmenn:

Adam Ingi Sigurðsson, Afturelding

Alex Unnar Hallgrímsson, Fram

Anton Frans Sigurðsson, ÍBV

Ari Freyr Gunnarsson, Stjarnan

Bjarki Freyr Sindrason, HK

Bjarki Snorrason, Valur

Brynjar Narfi Arndal, FH

Dagur Máni Siggeirsson, Stjarnan

Freyr Aronsson, Haukar

Gunnar Róbertsson, Valur

Helgi Marinó Kristófersson, Haukar

Kári Steinn Guðmundsson, Valur

Kristján Andri Finnsson, Afturelding

Kristófer Tómas Gíslason, Fram

Logi Finnsson, Valur

Matthías Dagur Þorsteinsson, Stjarnan

Ómar Darri Sigurgeirsson, FH

Patrekur Smári Arnarsson, ÍR

Ragnar Hilmarsson, Selfoss

Róbert Daði Jónsson, Haukar

Sigurður Atli Ragnarsson, Valur

Sindri Svend Þórisson, Hammarby

Örn Kolur Kjartansson, ÍR

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top