Grátlegt tap stelpnanna í Portúgal – Var löglegt mark dæmt af stelpunum?
Kristinn Steinn Traustason)

Elín Klara Þorkelsdóttir (Kristinn Steinn Traustason)

Íslenska kvennalandsliðið mætti Portúgal í Portúgal í 2.umferð undankeppni EM sem fram fer árið 2026 í dag. Bæði lið voru stigalaus eftir tap í 1.umferð riðilsins.

Til að gera langa sögu stutta þá vann Portúgal leikinn 26 - 25 eftir að hafa verið 14-13 yfir í hálfleik. 

Íslenska liðið var að elta það portúgalska allan leikinn en Ísland komst aldrei yfir í leiknum. Portúgal var þó aldrei langt undan en Portúgal komst mest fjórum mörkum yfir í stöðunni 11-7 um miðbik fyrri hálfleiks.

Ísland reyndi hvað þær gátu í seinni hálfleik en tvívegis náði Ísland að jafna metin í stöðunni 19-19 og 20-20 og svo aftur í stöðunni 25-25 eftir að hafa Portúgal komst í 25-23 en þess fyrir utan var Portúgal alltaf einu skrefi á undan.

Dana Björg Guðmundsdóttir fékk tækifæri til að koma íslenska liðinu yfir þegar innan við mínúta var eftir en skot hennar í utanverða stöngina. Portúgal fór í sókn og fékk ódýrt vítakast sem þær nýttu þegar 14 sekúndur voru eftir af leiknum.

Arnar Pétursson tók leikhlé og fór með sjö leikmenn í sókn. Íslenska liðið náði ekki að nýta sér það og þar við sat, 26-25 sigur Portúgal staðreynd.

Það var ótrúlegt atvik sem kom upp undir lok fyrri hálfleiks þegar leikklukkan hringdi þegar rúmlega sekúnda var eftir af fyrri hálfleiknum eða í þann mund sem Katrín Tinna Jensdóttir skoraði eitt af mörkum Íslands. Markið var hinsvegar ekki dæmt löglegt þar sem leikklukkan hafi hringt án þess að tíminn var þó liðinn.

Þetta mark Katrínar sem ekki var dæmt löglegt reyndist dýrkeypt þegar upp er staðið.

Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í íslenska landsliðinu með sjö mörk. Thea Imani og Sandra Erlingsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor. Katrín Anna, Andrea Jacobsen, Rakel Oddný og Dana Björg skoruðu tvö mörk hver. Díana Dögg og Elín Rósa skoruðu síðan eitt mark hvor.

Hafdís Renötudóttir varði 11 skot, 31% markvarsla og Sara Sif Helgadóttir kom með frábæra innkomu, varði fjögur skot, með 66% markvörslu.

Íslenska liðið situr því á botni riðilsins með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina. Færeyjar og Portúgal eru með tvö stig og Svartfjallaland er á toppnum með fjögur stig. Næstu leikir Íslands í undankeppninni fara fram í byrjun mars mánaðar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top