Er með menn í huga til að leysa Janus og Aron af varnarlega
Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Elliði Snær Viðarsson VfL Gummersbach (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands valdi 17 manna leikmannahóp sinn fyrir komandi landsliðsverkefni á föstudaginn.

Landsliðið kemur saman í lok október þar sem liðið æfir og leikur þar tvo æfingaleiki gegn Þjóðverjum. Fara leikirnir fram fimmtudaginn 30. október í PSD Bank Nürnberg Arena og loks sunnudaginn 2. nóvember í SAP Garden München.

Handkastið hitti Snorra Stein í höfuðstöðvum HSÍ eftir að hópurinn var tilkynntur.

Þar var Snorri Steinn spurður út í fjarveru Janusar Daða en á sama tíma er landsliðið nú að hittast í fyrsta skipti eftir að Aron Pálmarsson lagði skóna á hilluna. Báðir hafa þeir spilað stórt hlutverki í vinstri bakverðinum hjá íslenska landsliðinu undir stjórn Snorra Steins.

Snorri segist vera með leikmenn í huga til að leysa þá tvo af í komandi verkefni.

,,Ég er með  menn í huga eins og Elliða Snæ. Þá er Stiven klárlega í hópnum af stórum hluta vegna þess að mig langar að sjá hann spila í bakverðinum akkúrat á þessu sviði gegn Þjóðverjum. Það er kannski svolítið hans styrkleiki og það sem hann hefur framyfir Bjarka og Orra Frey," sagði Snorri í viðtali við Handkastið.

Hann segir að verkefni þjálfaranna í komandi landsliðsglugga sé klárlega að skoða það, hvernig þeir geti fundið nýja bakverði varnarlega.

,,Ég ætla sjá þessa hluti og vil eyða tíma í það frekar en í eitthvað annað.”

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top