Arnar Pétursson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Arnar Pétursson og stelpurnar hans í íslenska landsliðinu hófu undankeppni fyrir EM 2026 með tveimur töpum gegn Færeyjum og Portúgal í síðustu viku. Rætt var um gengi kvennalandsliðsins í þessum fyrstu tveimur leikjum liðsins í undankeppninni fyrir EM í nýjasta þætti Handkastsins. Þar sagðist Stymmi klippari hafa fengið skilaboð frá hlustendum sem vildu engin vettlingartök í umræðunni og Arnar Pétursson þjálfara landsliðsins. ,,Það voru fleiri en einn og fleiri en tveir sem sendu á mig og voru að kalla eftir hausnum á Adda P. en hann verður ekki rekinn. Við getum geirneglt það,” sagði Stymmi klippari en hann var beðinn um að útskýra það betur. ,,Ég held að að menn niðrí HSÍ hafi trú á honum og ef þú vilt ennþá fleiri ástæður þá held ég að það sé ekki til peningur til að vera með tvo landsliðsþjálfara á launum.” Stymmi var næst spurður að því hvort hann hafi í raun og veru fengið skilaboð frá hlustendum sem vildu að Arnar yrði rekinn? ,,Fólk vildi allavegana ræða um það á hvaða vegferð hann væri á með þetta lið og hvort þróunin undir hans stjórn væri ekki komin á endastöð og hvort við þyrftum ekki að hleypa einhverjum öðrum að.” Framundan er stórmót hjá stelpunum okkar en þær eru á leið á HM í Þýskalandi undir lok næsta mánaðar. Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.