Kallar eftir því að fá meira frá Andreu Jacobsen
BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Andrea Jacobsen - wísland (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Rætt var um leiki kvennalandsliðs Íslands í Handboltahöllinni í gærkvöldi sem sýnd er í opinni dagskrá öll mánudagskvöld í Sjónvarpi Símans.

Þar fóru þeir Hörður Magnússon, Einar Ingi Hrafnsson og Vignir Stefánsson yfir leiki Íslands gegn Portúgal og Færeyjum sem töpuðust báðir í undankeppni fyrir EM 2026.

,,Það var aðeins stígandi í liðinu frá Færeyjar leiknum í Portúgals leiknum. Örlítið öðruvísi lið þar sem það portúgalska er aðeins stærra og þyngra lið og hentaði Elínu Klöru betur,” sagði Einar Ingi Hrafnsson í Handboltahöllinni en hann kallar eftir meiru og betri frammistöðu frá Andreu Jacobsen leikmanni Blomberg-Lippe í þýsku úrvalsdeildinni.

,,Ég kalla aðeins eftir því að Andrea komi sterkari inn í þetta. Hún er okkar skytta, við skiljum ekki afhverju Thea spilar ekki meira í þessum leik. En Andrea þarf að gera betur. Alfa situr báða leikina og Jóhanna Margrét er bara heima sem þýðir að Arnar Pétursson hlýtur að vera búinn að segja við Andreu, þú ert okkar skytta. Það er engin önnur skytta að koma inná. Allt hitt eru fintarar.”

Umræðuna í Handboltahöllinni má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top