Sjáðu Birgi Stein ískaldan á vítalínunni á ögurstundu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Birgir Steinn Jónsson (BWM)

Birgir Steinn Jónsson reyndist hetja Savehof í jafntefli liðsins gegn danska úrvalsdeildarliðinu Fredericia í 2.umferð Evrópudeildarinnar í kvöld er liðin mættust í Gautaborg í kvöld.

Savehof hefur þar með gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum en liðið gerði jafntefli gegn Tatran Presov í 1.umferðinni. Hannover Burgdorf er á toppi riðilsins með fjögur stig.

Birgir Steinn sem gekk í raðir Savehof frá Aftureldingu í sumar fór vítalínuna þegar sjö sekúndur lifðu leiks, þegar Savehof var einu marki undir.

Vítakastið og lokasekúndur leiksins má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top