Eva Guðrúnardóttir Long - wFH (Eyjólfur Garðarsson)
FH stelpur fengu HK í heimsókn í kvöld í Krikann í Grill 66 deild kvenna. Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.
Fyrir leik voru HK stelpur ósigraðar í 5 leikjum á meðan FH liðið var með 1 sigur.
Í fyrri hálfleik var lítill mun að sjá á milli liðanna. Staðan 9-10 fyrir HK í hálfleik.
En í seinni hálfleik tóku HK stelpur öll völdin í leiknum og sýndu mátt sinn og megin. Þær sigldu öruggum og afar sannfærandi sigri í höfn. 16-23 fyrir HK urðu lokatölur.
Hjá HK var Tinna Ósk Gunnarsdóttir markahæst með 5 mörk. Danijela Sara Björnsdóttir átti stórkostlegan leik í markinu og varði 22 skot.
Hjá FH var Thelma Dögg Einarsdóttir markahæst með 7 mörk. Sonja Szsöke varði 11 skot.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.