Oddný Mínverudóttir (Sævar Jónasson)
Víkingur fékk Val 2 í heimsókn í kvöld í Safamýrina í Grill 66 deild kvenna. Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.
Fyrstu 20 mínúturnar var leikurinn í góðu jafnvægi og lítið á milli liðanna. Þá tóku Víkings stelpur við sér og fóru inn í hálfleikinn með 6 marka forskot, 19-13.
Þær héldu áfram í sama gír og voru fljótlega komnar með 10 marka forskot eftir nokkrar mínútur í seinni hálfleik.
Eftirleikurinn var auðveldur og kláruðu þær leikinn 36-23.
Valgerður Elín skoraði 11 mörk fyrir Víking og Klaudia Kontras varði 13 skot.
Hjá Val 2 var Laufey Helga Óskarsdóttir markahæst með 7 mörk. Markvarslan var ekki góð og aðeins 3 boltar varðir hjá Val.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.