Alfa Brá Hagalín (Kristinn Steinn Traustason)
Fram og KA/Þór áttust við í lokaleik 7.umferðar Olís deildar kvenna í dag. Liðin voru hlið við hlið í töflunni fyrir leikinn svo um gífurlegan mikilvægan leik var að ræða fyrir bæði lið. KA/Þór byrjuðu leikinn mun betur en Fram og voru komnar með 3 marka forskot þegar skammt var liðið á leikinn. Fram unnu sig þó inn í leikinn hægt og rólega og voru komnar yfir þegar um 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 18-16 Fram í vil. Fram hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og leiddu framan af með 5 marka mun en þegar um 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik þá virtust norðankonur vakna til lífsins. Þær minnkuðu muninn hægt og rólega og voru komnar yfir þegar um 15 mínútur voru eftir af leiknum. KA/Þór voru komnar með þriggja marka forskot þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum og voru lokamínúturnar ótrúlega spennandi. Fram fékk tækifæri til þess að jafna leikinn þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum en Dagmar Guðrún tapaði boltanum og KA/Þór náði að drippla út og 29-30 sigur staðreynd hjá þeim. Susanne Denise Pettersen var frábær í liði KA/Þór í dag og skoraði 8 mörk meðan Harpa María Friðgeirsdóttir skoraði 11 mörk fyrir Fram. Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.