Vaka Líf Kristinsdóttir (Sævar Jónasson)
ÍR hafði betur gegn Selfossi þegar liðin mættust í 6.umferð Olís-deildar kvenna í Skógarselinu í dag. Lokatölur 34-29 fyrir ÍR þar sem Sara Dögg Hjaltadóttir fór á kostum í liði ÍR og skoraði tólf mörk. Katrín Tinna Jensdóttir kom næst með átta mörk. Jafnræði var með á liðunum í fyrri hálfleik en ÍR var þó alltaf skrefinu á undan. Staðan var samt sem áður jöfn í hálfleik 16-16. Selfoss komst í góða stöðu þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum þegar liðið komst í 23-25 en þá kom góður kafli hjá ÍR liðinu þar sem Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði tvö mörk í röð og ÍR komst yfir í stöðunni 26-25. Oddný Björg Stefánsdóttir kom með góða innkomu í mark ÍR og varði góða bolta og skyndilega var ÍR-liðið komið með fjögurra marka forystu. Hjá Selfossi var Mia Kristin Syverud markahæst með níu mrök og Sara Dröfn Ríkharðsdóttir skoraði fimm mörk. Ágústa Tanja Jóhannsdóttir var skráð með átta varin skotin Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.