Stymmi spáir í spilin: 6. umferð Olísdeildar kvenna

Stymmi spáir í spilin (

Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna.

Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 6.umferð fari í Olís deild kvenna.

Valur - ÍBV (Laugardagur 14:00)  /  Sigurvegari: Valur

Stórleikur umferðarinnar. Toppliðin að mætast á heimavelli Vals. ÍBV gerðu góða ferð á Ásvelli í síðustu umferð og unnu Hauka meðan Valskonur unnu Fram á heimavelli. Þetta verður spennandi leikur þar sem ég held að markverðir beggja liða væri í aðalhlutverkum. Valur mun nýta heimavöllinn og fara með sigur af hólmi.

ÍR– Selfoss (Laugardagur 14:30)  /  Sigurvegari: ÍR

Liðin sem mættust í úrslitakeppninni í fyrra þar sem ÍR hafði betur. Selfoss unnu fyrsta leikinn í deildinni í síðustu umferð og eru komnar á blað. ÍR hafa verið að ná vopnum sínum á ný eftir 2 tapleiki í röð og held ég því að ÍR verði sigurvegari í þessum leik.

Haukar – Stjarnan (Laugardagur 15:00)  /  Sigurvegari: Haukar

Stjarnan eru límdar við botninn án stiga og ég held að það muni ekki breytast í dag. Haukar eru að venjast lífinu á Rutar í hægri skyttunni og Stjarnan mun ekki verða nein vandræði fyrir þær í dag.

Fram – KA/Þór (Laugardagur 15:30)  /  Sigurvegari: Fram

Fram að koma úr tapi gegn Val meðan KA/Þór fór illa með leikinn gegn ÍR og misstu hann niður í tap. KA/Þór verði spútnik lið vetrarins og munu gefa Fram hörkuleik en Halli Þorvarðar og stelpurnar hans í Fram munum fara með sigur af hólmi að lokum.

5.umferð (2 réttir)
4.umferð (4 réttir)
3.umferð (3 réttir)
2.umferð (2 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top