Stymmi spáir í spilin: 6. umferð Olísdeildar kvenna
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Stymmi spáir í spilin (

Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna.

Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 6.umferð fari í Olís deild kvenna.

Valur - ÍBV (Laugardagur 14:00)  /  Sigurvegari: Valur

Stórleikur umferðarinnar. Toppliðin að mætast á heimavelli Vals. ÍBV gerðu góða ferð á Ásvelli í síðustu umferð og unnu Hauka meðan Valskonur unnu Fram á heimavelli. Þetta verður spennandi leikur þar sem ég held að markverðir beggja liða væri í aðalhlutverkum. Valur mun nýta heimavöllinn og fara með sigur af hólmi.

ÍR– Selfoss (Laugardagur 14:30)  /  Sigurvegari: ÍR

Liðin sem mættust í úrslitakeppninni í fyrra þar sem ÍR hafði betur. Selfoss unnu fyrsta leikinn í deildinni í síðustu umferð og eru komnar á blað. ÍR hafa verið að ná vopnum sínum á ný eftir 2 tapleiki í röð og held ég því að ÍR verði sigurvegari í þessum leik.

Haukar – Stjarnan (Laugardagur 15:00)  /  Sigurvegari: Haukar

Stjarnan eru límdar við botninn án stiga og ég held að það muni ekki breytast í dag. Haukar eru að venjast lífinu á Rutar í hægri skyttunni og Stjarnan mun ekki verða nein vandræði fyrir þær í dag.

Fram – KA/Þór (Laugardagur 15:30)  /  Sigurvegari: Fram

Fram að koma úr tapi gegn Val meðan KA/Þór fór illa með leikinn gegn ÍR og misstu hann niður í tap. KA/Þór verði spútnik lið vetrarins og munu gefa Fram hörkuleik en Halli Þorvarðar og stelpurnar hans í Fram munum fara með sigur af hólmi að lokum.

5.umferð (2 réttir)
4.umferð (4 réttir)
3.umferð (3 réttir)
2.umferð (2 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top