Toppliðin mætast – Heldur að úrslitin ráðist á markvörslu
Sævar Jónasson)

Hafdís Renötudóttir (Sævar Jónasson)

Heil umferð fer fram í Olís-deild kvenna í dag eftir landsleikjapásu en 6.umferðin er afar athyglisverð þar sem toppliðin mætast á Hlíðarenda klukkan 14:00.

Í nýjasta þætti Handkastsins í gær var spáð í spilin fyrir stórleik Vals og ÍBV.

,,Þetta er stórleikur umferðarinnar. Eyjakonurnar eru að koma úr frábærum sigri gegn Haukum á útivelli í síðustu umferð og komu á óvart með því að fara í framliggjandi 5-1 vörn,” sagði Stymmi klippari sem benti á að liðin væru að koma til baka eftir enn einu landsleikjapásuna í Olís-deild kvenna.

,,Ég held að Valskonur séu að ná vopnum sínum aftur. Thea Imani er að verða sterkari og sterkari og ég held að þetta verði leikur markvarðanna. Þetta eru tveir bestu markverðir deildarinnar eins og staðan er í dag,” sagði Stymmi sem bætti við: 

,,Ég held að úrslitin ráðist á markvörslu.”

Bæði lið eru með átta stig að loknum fimm umferðum í deildinni og Einar Ingi Hrafnsson gestur Handkastsins er spenntur fyrir leiknum í dag.

,,Það verður gaman að sjá Söndru eiga við Valsliðið. Hvað veit maður, kannski setur Valur, Lovísu henni til höfuðs varnarlega og reyna að stöðva hana. Ég held að þetta verði mjög skemmtilegur leikur og ég er sammála um að markvarslan geri útslagið. Það lið sem verður með betri markvörslu vinnur leikinn,” sagði Einar Ingi Hrafnsson gestur þáttarins.

Leikir dagsins í Olís-deild kvenna:
14:00 Valur - ÍBV
14:30 ÍR - Selfoss
15:00 Haukar - Stjarnan
15:30 Fram - KA/Þór

Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top