FTC sigraði leik helgarinnar – Györ og Metz ósigruð; Brest sýnir karakter í endurkomu sigri
Attila KISBENEDEK / AFP)

Anna Vyakhireva - Brest (Attila KISBENEDEK / AFP)

Eftir þriggja vikna hlé fór Meistaradeild Evrópu kvenna aftur á fullt skrið. Fimmta umferðin teygði sig yfir helgina með átta leikjum þar sem FTC vann leik helgarinnar gegn Podravka, Györ og Metz eru enn með fullt hús í A-riðli, Brest sneri taflinu við í toppslag gegn Ikast, og bæði Dortmund og Odense fögnuðu mikilvægum heimasigrum.

Riðill A

Gloria - Esbjerg 38-35 (19-18)
Gloria stöðvaði tveggja leikja taphrinu sína og hafði betur gegn Esbjerg í fyrsta evrópuleik liðanna. Renata De Arruda var gríðarlega öflug í markinu hjá rúmenska liðinu en hún varði 14 skot í leiknum, hún ásamt Lorenu Ostase, sem skoraði 9 mörk úr 11 skotum, gerðu gæfumuninn fyrir heimakonur. Henny Reistad sem var besti leikmaður Esbjerg náði að jafna metin 32-32, með sínu níunda marki, þegar nokkrar mínutur voru eftir af leiknum en heimakonur náðu 3-0 kafla sem tryggði þeim óvæntan þriggja marka sigur.

DVSC Schaeffler - Györ 30-36 (14-19)
Ungverska risaslagnum lauk með sannfærandi sigri meistaranna. Györ náði snemma fjögurra marka foyrystu og þær réðu ferðinni allan tímann. Alls skoruðu 12 leikmenn Györ í leiknum en hjá DVCS var Alicia Toublanc allt í öllu en hún skoraði 11 mörk úr 13 skotum, en að lokum var það breidd Györ réði úrslitum.

Storhamar - Metz 24-27 (12-13)
Eftir jafnan fyrri hálfleik keyrði Metz upp hraðann og náðu 5:0 kafla í byrjun seinni hálfleiks sem byggði upp sex marka forskot. Léna Grandveau sem skoraði 7 mörk fyrir Metz kláraði svo leikinn þegar Norðmennirnir nálguðust undir lok leiks.

BV Borussia Dortmund (GER) – Buducnost (MNE) 30–24 (13–13)

Dortmund - Buducnost 30-24 (13-13)
Dortmund tók sinn annan heimasigur og hélt gestunum áfram stigalausum. Alina Grijseels (6/8) og Dana Bleckmann stigu upp hjá þýska liðinu þegar mest á reyndi á lokamínútum leiksins. Svartfellska liðið getur nagað sig í handarbökin að hafa verið með 16 tæknifeila í þessum leik en það var einn af lykilþáttum þess að þýska liðið hafði betur í þessum leik.

Riðill B

Leikur helgarinnar: Podravka - FTC 33-37 (16-19)
FTC stjórnaði þessum leik frá fyrstu mínútu og vann sinn þriðja sigur í röð. Sóknarleikur liðsins var virkilega góður í þessum leik en þær voru með 76% sóknarnýtingu. Angela Malestein og Petra Simon leiddu sóknarleikinn og munurinn fór mest í níu mörk um miðbik síðari hálfleiks. Katarina Pandža,sem skoraði 8 mörk, reyndi hvað hún gat til þess að halda Podravka inn í leiknum en ungverjarnir héldu haus og unnu að lokum fimm marka sigur.

Krim - CSM Búkaresti 31-27 (15-11)
Fyrstu stig Krim í keppninni komu gegn sterku CSM. Maja Vojnovic var frábær í fyrri hálfleik en hún varði 10 skot og Tamara Horacek skoraði 7 mörk fyrir slóvenska liðið. Anne Mette Hansen var atkvæðamest í liði gestanna en hún reyndi að kveikja von hjá þeim, en Krim hélt ró sinni og kláraði leikinn örugglega.

Odense - Sola 32-27 (17-7)
Odense svaraði Brest-tapinu með kröftugum sigri. Danska liðið fór með 10 marka forskot í hálfleik þökk sé gríðarlega öflugum varnarleik sem og að Andrea Nørklit Jørgensen var góð í markinu, varði 12 skot. Sola reyndu hvað þær gátu að laga spilamennsku í seinni hálfleik en munurinn var einfaldlega of stór fyrir norska liðið., Kaja Haugseng var atkvæðamest í liðið gestanna og skoraði 6 mörk.

Ikast - Brest 33-36 (17-14)
Ikast var með yfirhöndina 21-15 eftir aðeins þjár mínútur í seinni hálfleik og útlitið gott fyrir heimakonur, en þá tók þjálfari Brest leikhlé og breytti yfir í 7 á 6. Það svínvirkaði og franska liðið náði strax 4-0 kafla og þegar að 12 mínútur voru eftir af leiknum komust þær yfir 27-26, eftir það lét franska liðið forystuna ekki af hendi og lönduðu að lokum þriggja marka sigri 36-33. Anna Vjakhireva leiddi endurkomuna hjá gestunum og skoraði 12 mörk í leiknum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top