Fyrirliðinn ekkert meira með í vetur – Þakkar Ívari Loga fyrir
Kristinn Steinn Traustason)

Kristrún Steinþórsdóttir (Kristinn Steinn Traustason)

Fyrirliði kvennaliðs Fram, Kristrún Steinþórsdóttir leikur ekkert meira með liðinu í Olís-deildinni á þessu tímabili. Þetta staðfesti Haraldur Þorvarðarson þjálfari Fram í viðtali fyrir leik liðsins gegn KA/Þór í 6.umferð deildarinnar á laugardaginn.

Fram tapaði leiknum gegn KA/Þór 30-29 í hörkuspennandi leik eftir að hafa verið með yfirhöndina lengst um í leiknum.

Kristrún Steinþórsdóttir er ólétt og leikur því ekkert meira með Fram liðinu í vetur. ,,Við getum þakkað Ívari Loga fyrir það,” sagði Haraldur Þorvarðarson í viðtalinu við Ingvar Örn Ákason í Sjónvarpi Símans en Ívar Logi Styrmisson leikmaður karlaliðs Fram og Kristrún eru par.

Kristrún er fimmti leikmaður Fram frá síðasta tímabili sem gengur með barn undir belti eða hefur gengið með barn á þessu almanaksári.

Það er greinilega gott að vera í Fram. Handkastið óskar handboltaparinu til hamingju en fyrr í vetur greindum við frá því að Erna Guðlaug Gunnarsdóttir leikstjórnandi Fram væri ólétt en hún og Brynjólfur Snær Brynjólfsson leikmaður Hauka eiga von á barni sínu undir lok árs.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top