Hildur Lilja frá næstu vikurnar
Kristinn Steinn Traustason)

Hildur Lilja Jónsdóttir (Kristinn Steinn Traustason)

Hin örvhenta, Hildur Lilja Jónsdóttir leikmaður Fram í Olís-deild kvenna er að glíma við meiðsli í hásin. Þetta staðfesti Haraldur Þorvarðarson þjálfari Fram í samtali við Handkastið.

Hildur Lilja var í leikmannahópi Fram í tapi liðsins gegn nýliðum KA/Þórs í 6.umferð Olís-deildar kvenna á laugardaginn en hún var aldrei að fara spila þann leik.

Haraldur sagði í viðtali við Ingvar Örn Ákason fyrir leikinn í Sjónvarpi Símans að Hildur Lilja væri að glíma við meiðsli en hún var samt sem áður í leikmannahópi Fram.

,,Samkvæmt læknisráði þá er henni ekki ráðlagt að spila. Það er óvíst hvernig framhaldið verður hjá henni en hún gæti verið frá í einhvern tíma,” sagði Haraldur í samtali við Handkastið.

Fram er í 6.sæti Olís-deildarinnar með fimm stig að loknum sex leikjum. Liðið mætir ÍBV í næstu umferð á laugardaginn næstkomandi en í millitíðinni mætir liðið Grill66-deildarliði HK í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins í kvöld klukkan 19:30.

HK er á toppi Grill66-deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex leiki.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top