Uppselt er á æfingaleiki strákanna okkar í Þýskalandi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Stiven Tobar Valencia Ísland ((Beautiful Sports / Orange Pictures / DPPI via AFP)

Íslenska karla landsliðið er komið saman í Þýskalandi en liðið æfir saman og leikur tvo æfingaleiki gegn Þjóðverjum í vikunni.

Fyrri leikur þjóðanna fer fram í PSD Bank Nurnberg Arena á fimmtudaginn og síðari leikurinn fer fram í SAP Garden höllinni í Munchen.

Leikurinn á fimmtudag hefst klukkan 18:30 á íslenskum tíma og klukkan 16:15 á íslenskum tíma á sunnudaginn. Báðir leikirnir verða sýndir á RÚV2.

Uppselt er á báða leikina en mikil eftirvænting ríkir í Þýskalandi fyrir báðum leikjunum. Höllin í Nurnberg tekur 9.400 manns í sæti á íþróttakappleikjum og SAP Garden höllin í Munchen rúmar 12.500 manns í sæti. Það má því gera ráð fyrir rífandi stemningu á leikjunum báðum þó einungis sé um að ræða æfingaleiki.

Hér er hægt að sjá leikmannahóp Íslands í verkefninu.

Hér er hægt að sjá leikmannahóp Þýskalands í verkefninu.

Þjálfari þýska landsliðið er enginn annar en Alfreð Gíslason.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top