Uppselt er á æfingaleiki strákanna okkar í Þýskalandi
(Beautiful Sports / Orange Pictures / DPPI via AFP)

Stiven Tobar Valencia Ísland ((Beautiful Sports / Orange Pictures / DPPI via AFP)

Íslenska karla landsliðið er komið saman í Þýskalandi en liðið æfir saman og leikur tvo æfingaleiki gegn Þjóðverjum í vikunni.

Fyrri leikur þjóðanna fer fram í PSD Bank Nurnberg Arena á fimmtudaginn og síðari leikurinn fer fram í SAP Garden höllinni í Munchen.

Leikurinn á fimmtudag hefst klukkan 18:30 á íslenskum tíma og klukkan 16:15 á íslenskum tíma á sunnudaginn. Báðir leikirnir verða sýndir á RÚV2.

Uppselt er á báða leikina en mikil eftirvænting ríkir í Þýskalandi fyrir báðum leikjunum. Höllin í Nurnberg tekur 9.400 manns í sæti á íþróttakappleikjum og SAP Garden höllin í Munchen rúmar 12.500 manns í sæti. Það má því gera ráð fyrir rífandi stemningu á leikjunum báðum þó einungis sé um að ræða æfingaleiki.

Hér er hægt að sjá leikmannahóp Íslands í verkefninu.

Hér er hægt að sjá leikmannahóp Þýskalands í verkefninu.

Þjálfari þýska landsliðið er enginn annar en Alfreð Gíslason.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top