Nýfædd dóttir Noru Mørk komin með vegabréf – Klár fyrir HM
Sameer Al-Doumy / AFP)

Nora Mörk (Sameer Al-Doumy / AFP)

Norska handboltastjarnan Nora Mørk hefur nú fengið allt á hreint og staðfest að hún geti tekið þátt á heimsmeistaramóti kvenna sem hefst í lok nóvember að því er kemur fram hjá tímaritinu Aftonbladet

Mörk greindi frá því fyrir nokkrum vikum að þátttaka hennar væri í lausu lofti vegna vandræða með vegabréf dóttur sinnar, Tyru, sem er sex mánaða. Nora á barnið með sænska landsliðsmanninum, Jerry Tollbring leikmanni Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni.

Mörk sagðist ekki vilja ferðast án dóttur sinnar og málið snerist um að henni hafði ekki tekist að útbúa upprunalega fæðingarvottorðið, vegna flókins þjóðerni­- og búsetumáls þar sem móðirin væri norsk, faðirinn sænskur og stúlkan fæddist í Danmörku þar sem Nora leikur með Team Esbjerg.

Í dag kom hins vegar skýrt svar: sambýlismaður hennar, Jerry Tollbring, tilkynnti að vegabréfið hafi verið útbúið og Tyra geti ferðast með móður sinni. „Við sóttum vegabréfið í dag – svo nú er það klárt,“ sagði Tollbring í samtali við Sportbladet

Með þessu er Mørk klár til að taka þátt á EM með norska kvennalandsliðinu ef hún verður valin í landsliðið sem verður að teljast nokkuð öruggt.

Jerry Tollbring segir þó að hann muni ekki sjálfur fylgja móður og dóttur alla leið, því hann hafi fullt starf með liði sínu í Danmörku. „Líklega fylgir móðir Noru með, og Tyra fer heim til mín milli leikja,“ sagði hann.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top