FH með óvæntan sigur gegn Stjörnunni
Brynja T.)

Gyða Kristín Ásgeirsdóttir - wFH (Brynja T.)

FH sem leikur í Grill66 deildinni slóu út Olís-deildarlið Stjörnunnar í jöfnum leik í kaplakrika í kvöld.

Leikurinn var kaflaskiptur framan af, Stjarnan byrjaði sterkt og hélt forystunni fyrstu 20 mínútur leiksins. FH-ingar náðu þá yfirhöndinni og komust mest í fjögurra marka forystu í fyrri hluta síðari hálfleiks. Stjarnan náði að jafna þegar um 20 mínútur voru eftir, við tók stál í stál lokakafli þar sem liðin skiptust á að leiða með einu marki. FH leiddu með einu marki þegar að Hafdís Hera Arnþórsdóttir skoraði er rúmlega mínúta var til leiksloka. Stjarnan fékk tækifæri til að jafna leikinn með vítakasti þegar 11 sekúndur voru eftir en Szonja Szöke neitaði þeim um það og varði. Leiknum lauk því með eins marks sigri FH, lokatölur 23-22.

Thelma Dögg Einarsdóttir hjá FH var markahæst í leiknum með 7 mörk, hjá Stjörnunni var Vigdís Arna Hjartardóttir markahæst með 6 mörk. Szonja Szöke var með heila 18 varða bolta eða um 45% markvörslu. Hjá Stjörnunni var markvarðarpar Stjörnunnar, Margrét Einarsdóttir og Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir, með 13 varða bolta eða um 36,1% markvörslu.

Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top