wGrótta (Eyjólfur Garðarsson)
Grill66-deildarlið Gróttu sló út Olís-deildarlið ÍBV í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins eftir framlengdan leik á Seltjarnarnesi í kvöld. Jafnræði var með á liðunum allan leikinn en jafnt var í hálfleik 14-14. Edda Steingrímsdóttir jafnaði metin fyrir Gróttu nokkrum sekúndum fyrir leikslok 27-27 og tryggði þeim framlengingu. Þar reyndust Grótta sterkari aðilinn en Grótta vann framlenginguna 8-5 eða samtals 35-32. Heldur betur óvænt úrslit en ÍBV hefur farið vel af stað á leiktíðinni í Olís-deildinni. Ída Margrét Stefánsdóttir og Katrín Scheving voru markahæstar í liði Gróttu með sjö mörk hvor og Katrín Arna Andradóttir skoraði sex mörk. Hjá ÍBV var Sandra Erlingsdóttir markahæst með tíu mörk og Birna Berg Haraldsdóttir skoraði átta mörk. Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.