Fram komnar í 8-liða úrslit eftir sigur gegn HK
(Kristinn Steinn Traustason)

Alfa Brá Hagalín ((Kristinn Steinn Traustason)

Fram er komið í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins eftir að hafa borið sigur úr býtum gegn HK í kórnum í kvöld.

HK byrjaði leikinn betur og leiddi fyrsta korter leiksins, Fram náði forystunni um miðbik fyrri hálfleiks og leiddu í hálfleik með tveimur mörkum. Í síðari hálfleik jókst forskotð jafnt og þétt sem á endanum lauk með sex marka sigri Fram, lokatölur 30-36.

Katrín Anna Ásmundsdóttir hjá Fram var markahæst í leiknum með átta mörk, Harpa María Fiðgeirsdóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín skoruðu sex mörk hvor, sú síðarnefnda skilaði góðri varnarframmistöðu með átta löglegar stöðvanir. HK megin skoruðu Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir og Inga Fanney Hauksdóttir sex mörk hvor.

Ethel Gyða Bjarnasen varði níu skot og var með 28,1% markvörslu, markvarsla HK var 16,3% í leiknum.

Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top