KA/Þór með sannfærandi sigur í bikarnum
(Egill Bjarni Friðjónsson)

Lydía Gunnþórsdóttir ((Egill Bjarni Friðjónsson)

KA/Þór vann sannfærandi sigur á Selfossi í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins á Akureyri í kvöld. Lokatölur 32-26 fyrir KA/Þór eftir að liðið hafi verið fimm mörkum yfir í hálfleik 16-11.

Lokatölurnar gefa kannski ekki endilega rétta mynd á þróun leiksins því KA/Þór náði mest ellefu marka forystu í seinni hálfleik í stöðunni 27-16.

Gestirnir frá Selfossi komu aðeins til baka undir lokin og úr stöðunni 30-20 vann Selfoss lokakaflann 2-6.

Bergrós Ásta Guðmundsdóttir var atkvæðamest í liði KA/Þór með sjö mörk og Anna Þyrí Halldórsdóttir skoraði fimm mörk. Sólveig Lára Kristjánsdóttir og Tinna Valgerður Gísladóttir skoruðu fjögur mörk hvor. Matea Lonac varði 14 skot og var með 44% markvörslu.

Mia Kristin Syverud var markahæst gestanna með sjö mörk og Hulda Hrönn Bragadóttir skoraði sex mörk. Sara Dröfn Rikharðsdóttir skoraði fimm mörk úr fimm skotum.

Markvarslan var ekki mikil hjá Selfyssingum í leiknum en Ágústa Tanja og Sara Reykdal eru skráðar með þrjá varða bolta samkvæmt HB Statz.

Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top