Gunnar Valur Arason (Sævar Jónasson)
Vikingur tók á móti Fjölni í 16 liða úrslitum í Powerade bikarnum í Safamýrinni í kvöld. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var jafnt á nánast öllum tölum en þó höfðu heimakonur í Víking alltaf frumkvæðið. Undir lok fyrri hálfleiks náðu Víkingskonur þó frumkvæðinu og leiddu í hálfleik með fjórum mörkum 12-8. Fjölniskonur komu virkilega sterkar til leiks í síðari hálfleik og voru búnar að jafna leikinn eftir einungis nokkrar mínútur í 13-13. Aftur náði Víkingur þó frumkvæðinu og komst aftur í þriggja marka forystu 20-17 þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum. Fjölnir náði að jafna leikinn þegar 5 mínútur voru eftir í 20-20 en Víkingur var sterkari á lokakaflanum og vann 24-23 sigur. Hafdís Shizuka Iura, Valgerður Elín Snorradóttir og Auður Brynja Sölvadóttir voru markahæstar fyrir Víking í kvöld með 5 mörk en hjá Fjölni var Vera Pálsdóttir markahæst með 7 mörk. Víkingur er því kominn í pottinn þegar dregið verður í 8 liða úrslit en Fjölnir hefur lokið keppni í ár. Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.