Elínborg Katla Sveinbjörnsdóttir ((Sigurður Ástgeirsson)
Kvennalið Fram í Olís-deild kvenna hefur fengið óvæntan liðstyrk því línumaðurinn Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir hefur gengið í raðir félagsins frá Aftureldingu. Fram tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag. ,,Það er splunknýr leikmaður komin í meistaraflokk kvenna, hún Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir," segir í tilkynningunni frá Fram. Elínborg kemur til Fram frá Aftureldingu en er Selfyssingur að upplagi en hún gekk í raðir Aftureldingar í sumar frá Selfossi. ,,Við þökkum Aftureldingu kærlega fyrir samvinnuna. Elínborg kemur til með að styrkja vörnina okkar í fjarveru fyrirliða okkar, Kristrún sem er barnshafandi," segir enn fremur í tilkynningunni frá Fram. Fram mætir ÍBV í 7.umferð Olís-deildar kvenna á morgun klukkan 15:00 en liðið er í 6.sæti deildarinnar með fimm stigu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.