Györ og Metz mætast í toppslag 6.umferðar í Meistaradeild kvenna
Attila KISBENEDEK / AFP)

GYOR (Attila KISBENEDEK / AFP)

Meistaradeild Evrópu kvenna heldur áfram um helgina þegar að 6. umferðin fer fram, þar sem bestu lið álfunnar mætast í nokkrum háspennuleikjum. Aðeins þrjú lið hafa unnið alla sína leiki – Györ, Metz og Brest og tvö þeirra mætast í toppslag í Ungverjalandi.

Í A-riðli mætast Györi og Metz í baráttu ósigruðu liðanna, á meðan Esbjerg fær Dortmund í heimsókn. Gloria Bistrita mætir Buducnost í Podgorica, og Storhamar tekur á móti DVSC Schaeffler í Noregi.

Í B-riðli vonast Brest til að halda fullkomnu gengi sínu áfram þegar liðið fær Podravka í heimsókn, á meðan FTC tekur á móti Ikast. Sola HK og Krim eigast við í botnslag riðilsins, og „Leikur vikunnar“ verður stórleikur CSM Bucuresti og Odense í Rúmeníu.

A-riðill

Györ (UNG) – Metz (FRA) | Laugardagur 1. nóvember, kl. 15:00
- Györ hefur unnið átta viðureignir liðanna en Metz þrjár
- Bæði lið eru með fullt hús stiga en Györ er á toppnum með betri markatölu.
- Györ vann Debrecen 36-30 í síðustu umferð, Metz lagði Storhamar 27-24.
- Györ hefur skorað flest mörk eða 179 talsins, Metz hefur fengið næstfæst mörk á sig 124 talsins.
- Houser er markahæst hjá Györ með 28 mörk en hjá Metz er Grandveau markahæst með 29 mörk.
- Metz sigraði báða leiki félaganna á tímabilinu 2022/2023.

Esbjerg (DAN) – Borussia Dortmund (ÞÝS) | Sunnudagur 2. nóvember, kl. 13:00
- Esbjerg hefur unnið báðar viðureignir félaganna til þessa.
- Bæði lið eru með 4 stig, Esbjerg er í 4.sæti en Dortmund í 6.sæti
- Esbjerg tapaði fyrir Bistrita 35-38 um síðustu helgi en Dortmund sigraði Buducnost 30-24.
- Henny Reidstad leikmaður Esbjerg er markahæst í Meistaradeildinni með 37 mörk.

Buducnost (MNE) – Gloria Bistrita (ROU) | Sunnudagur 2. nóvember, kl. 13:00
- Þetta er í fyrsta skipti sem þessi lið mæstast í Evrópukeppni.
- Buducnost er enn án stiga en Bistrita er í 3.sæti með 6 stig.
- Buducnost tapaði gegn Dortmund 24-30 um síðustu helgi en Bistrita sigraði Esbjerg 38-35.
- Buducnost er með slakasta sóknarleikinn til þessa en þær hafa aðeins skorað 100 mörk í fimm leikjum.
- Renata De Arruda markvörður Bistrita hefur varið flest skot í Meistaradeildinni eða 77 talsins.

Storhamar (NOR) – DVSC (UNG) | Sunnudagur 2. nóvember, kl. 15:00
- Storhamar er í 5.sæti með 4 stig en Debrecen situr í 7.sæti með 2 stig.
- Bæði lið töpuðu í síðustu umferð, Storhamar gegn Metz og Debrecen gegn Györ.
- Storhamar eru með bestu vörnina til þessa en þær hafa aðeins fengið á sig 24,4 mörk að meðaltali.

B-riðill

Sola HK (NOR) – Krim (SLO) | Laugardagur 1. nóvember, kl. 13:00
- Sola er enn án sigurs en Krim vann sinn fyrsta leik um síðustu helgi.
- Bæði lið hafa fengið jafn mörg mörk á sig til þessa 146 mörk.
- Herrem (Sola) og Horacek (Krim) eru markahæstar í liðinum báðar með 24 mörk.

FTC (UNG) – Ikast (DEN) | Laugardagur 1. nóvember, kl. 17:00
- Liðin hafa mæst 6 sinnum áður þar sem Ikast hefur unnið fimm sinnum en FTC einu sinni.
- FTC hefur unnið þrjá síðustu leiki sína en Ikast tapaði gegn Brest í síðustu umferð.
- Milling markvörður Ikast hefur varið 56 skot í keppninni til þessa sem er 35% markvarsla

Brest (FRA) – Podravka (CRO) | Laugardagur 1. nóvember, kl. 17:00
- Brest eru enn ósigraðar í keppninni og er eitt af þremur liðum sem eru með fullt hús stiga.
- Podravka hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum.
- Brest hefur skorað næst flest mörk í keppninni eða 168 talsins sem gerir 33.6 mörk að meðaltali.

Leikur vikunnar: CSM Bucuresti (ROU) – Odense (DEN) | Sunnudagur 2. nóvember, kl. 15:00
- CSM hefur unnið 3 af 4 fyrri viðureignum liðanna.
- CSM er með 2 sigra og 3 töp til þessa en Odense með 3 sigra, 1 jafntefli og 1 tap.
- Odense er með fjórðu bestu sóknina og hafa skorað 163 mörk eða 32,6 mörk að meðaltali.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top