ÍR unnu Hauka í annað sinn á tímabilinu
Sævar Jónasson)

Katrín Tinna Jensdóttir (Sævar Jónasson)

ÍR tók á móti Haukum í fyrsta leik dagsins í Olís deild kvenna í Skógarselinu.

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en í stöðunni 10-10 sögðu ÍR-ingar hingað og ekki lengra og stungu Haukana af. Þær breyttu stöðunni í 16-11 og þannig var staðan í hálfleik.

ÍR byrjaði síðari hálfleikinn betur og voru á tímabili komnar 7 mörkum yfir í stöðunni 21-14. Haukar náðu aðeins að klóra í bakkann og minnkuðu muninn niður í 2 mörk 25-23 en nær komust þær ekki. ÍR bætti í forskotið aftur undir lok leiksins og lokatölur urðu 30-26.

Þetta er annar sigur ÍR á Haukum í deildinni í vetur og eru þær komnar með 10 stig eftir 7.umferðir. Haukar eru með 7 stig og eflaust ekki uppskeran sem þjálfarateymi þeirra sá fyrir sér í upphafi móts.

Sara Dögg Hjaltadóttir var markahæst í liði ÍR-inga eins og oft áður en hún skoraði 9 mörk. Hjá Haukum vorum Embla Steindórsdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir markahæsta með 7 mörk hvor.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top