Stymmi spáir í spilin: 7. umferð Olísdeildar kvenna
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Stymmi spáir í spilin (

Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna.

Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 7.umferð fari í Olís deild kvenna.

ÍR– Haukar (Laugardagur 14:00)  /  Sigurvegari: Haukar

ÍR komu öllum á óvart og unnu Hauka óvænt á þeirra heimavelli í fyrstu umferð. Haukar vilja eflaust hefna fyrir það tap og munu koma dýrvitlausar til leiks í dag í Skógarselið. Ég spái sigri Hauka en hann verður ekki auðveldur. Coolbet bjóða stuðul 1.80 á Haukasigur.

Valur– Selfoss (Laugardagur 14:30)  /  Sigurvegari: Valur

Valskonur eru að finna sitt fyrra form eftir að hafa byrjað mótið hægt. Voru í basli með Selfoss í fyrstu umferð en grunar að leikurinn í dag verði auðveldari fyrir Val. Spái þægilegum sigri þar sem Valskonur geta róterað liðinu vel og hugað að evrópuleikjunum framundan.

Fram– ÍBV (Laugardagur 15:00)  /  Sigurvegari: ÍBV

Virkilega áhugaverður leikur í Úlfarsársdalnum. Fram vann HK í bikarkeppninni í miðri viku meðan ÍBV datt út gegn Gróttu í framlengdum leik. Þær munu vilja reyna að komast yfir það tap sem fyrst og það byrjar á morgun gegn Fram. Ég held að ÍBV muni mæta virkilega tilbúnar í leikinn í dag og vinna hann.

Stjarnan – KA/Þór (Laugardagur 15:30)  /  Sigurvegari: KA/Þór

Stjarnan gerði þjálfarabreytingar í vikunni þegar Patrekur Jóhannesson var látinn fara. Hanna Guðrún Stefánsdóttir mun stýra liðinu í dag og það er spurning hvort Stjarnan muni fá þetta fræga “new manager bounch”. KA/Þór verið á mikilli siglingu og unnu glæsilegan sigur í miðri viku gegn Selfoss meðan Stjarnan tapaði gegn Grill 66 deildarliði FH. Coolbet er að bjóða 1.75 í stuðul á sigur KA/Þór sem ég held að verði ekki mikið betur boðið í ár.

6.umferð (3 réttir)
5.umferð (2 réttir)
4.umferð (4 réttir)
3.umferð (3 réttir)
2.umferð (2 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top