Stymmi spáir í spilin (
Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna. Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 7.umferð fari í Olís deild kvenna. ÍR– Haukar (Laugardagur 14:00) / Sigurvegari: Haukar ÍR komu öllum á óvart og unnu Hauka óvænt á þeirra heimavelli í fyrstu umferð. Haukar vilja eflaust hefna fyrir það tap og munu koma dýrvitlausar til leiks í dag í Skógarselið. Ég spái sigri Hauka en hann verður ekki auðveldur. Coolbet bjóða stuðul 1.80 á Haukasigur. Valur– Selfoss (Laugardagur 14:30) / Sigurvegari: Valur Valskonur eru að finna sitt fyrra form eftir að hafa byrjað mótið hægt. Voru í basli með Selfoss í fyrstu umferð en grunar að leikurinn í dag verði auðveldari fyrir Val. Spái þægilegum sigri þar sem Valskonur geta róterað liðinu vel og hugað að evrópuleikjunum framundan. Fram– ÍBV (Laugardagur 15:00) / Sigurvegari: ÍBV Virkilega áhugaverður leikur í Úlfarsársdalnum. Fram vann HK í bikarkeppninni í miðri viku meðan ÍBV datt út gegn Gróttu í framlengdum leik. Þær munu vilja reyna að komast yfir það tap sem fyrst og það byrjar á morgun gegn Fram. Ég held að ÍBV muni mæta virkilega tilbúnar í leikinn í dag og vinna hann. Stjarnan – KA/Þór (Laugardagur 15:30) / Sigurvegari: KA/Þór Stjarnan gerði þjálfarabreytingar í vikunni þegar Patrekur Jóhannesson var látinn fara. Hanna Guðrún Stefánsdóttir mun stýra liðinu í dag og það er spurning hvort Stjarnan muni fá þetta fræga “new manager bounch”. KA/Þór verið á mikilli siglingu og unnu glæsilegan sigur í miðri viku gegn Selfoss meðan Stjarnan tapaði gegn Grill 66 deildarliði FH. Coolbet er að bjóða 1.75 í stuðul á sigur KA/Þór sem ég held að verði ekki mikið betur boðið í ár. 6.umferð (3 réttir)
5.umferð (2 réttir)
4.umferð (4 réttir)
3.umferð (3 réttir)
2.umferð (2 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.