FH stelpur með góðan sigur og eru á uppleið
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Katla Margrét Óskarsdóttir (Eyjólfur Garðarsson)

Valur 2 fékk FH stelpur í heimsókn í dag í Grill 66 deild kvenna.

FH tók stjórnina strax frá byrjun leiks og fóru með 6 marka forskot inn til búningsherbergja í hálfleikinn. 10-16 var staðan.

Áfram héldu þær í seinni hálfleik að hafa yfirhöndina og var sigurinn aldrei í neinni teljandi hættu. Valur 2 náðu mest að minnka muninn í 3 mörk undir lok leiksins.

Lokatölur 24-26 fyrir FH. Greinilegt að FH stelpur eru að sækja í sig veðrið í undanförnum leikjum eftir nokkuð erfiða byrjun á mótinu í haust.

Markaskorunin var mjög jöfn hjá FH og voru Telma Medos, Thelma Dögg Einarsdóttir og Eva Guðrúnardóttir Long allar með 5 mörk. Sonja Szöke varði 14 skot.

Hjá Val 2 var Laufey Helga Óskarsdóttir markahæst eins og svo oft áður og skoraði hún 10 mörk. Markvarslan hjá þeim skilaði 10 boltum vörðum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 26
Scroll to Top