Ethel Gyða Bjarnasen (Eyjólfur Garðarsson)
Fram stelpur fengu ÍBV í heimsókn í dag í Lambhagahöllina í Olís deild kvenna.
Úr varð algjör hörkuleikur. Og var hann um leið sveiflukenndur.
Fram stelpur byrjuðu betur og komust m.a í 7-4. Þá tóku ÍBV heldur betur við sér og áttu hreint út sagt frábæran kafla og breyttu stöðunni í 14-20 þegar gengið var til búningsherbergja.
Fátt breyttist fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiksins. En þegar 10 mínútur voru eftir og Fram stelpur voru 6 mörkum undir að þá hrukku þær loks almennilega í gang.
Katrín Anna Ásmundsdóttir jafnaði í 32-32 þegar 2 mínútur voru eftir. Sandra Erlingsdóttir tryggði svo ÍBV sigurinn þegar 30 sek voru eftir með marki úr vítakasti. Hulda Dagsdóttir freistaði þess að jafna leikinn þegar 3 sekúndur voru eftir en Amalia í marki ÍBV varði. Lokatölur 33-34 fyrir ÍBV.
Hjá ÍBV voru Sandra Erlingsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir í sérflokki eins og oft áður. Sandra með 12 mörk og Birna 10 mörk. Amalia Froland varði 13 skot en flest þeirra í fyrri hálfleik.
Hjá Fram var Dagmar Guðrún Pálsdóttir markahæst með 7 mörk. Ethel Gyða varði 15 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.