Aftureldingar stelpur með sterkan útisigur í Safamýri
Raggi Óla)

wAfturelding (Raggi Óla)

Í kvöld fengu Víkings stelpur lið UMFA í heimsókn í Safamýri í Grill 66 deild kvenna.

Í fyrri hálfleik var mjög mikið jafnræði með liðunum og var hnífjafnt í hálfleik 12-12.

Í byrjun seinni hálfleiks byrjuðu Víkings stelpur betur og komust í 16-14. Afturelding átti þá virkilega góðan kafla og komust í 20-23 þegar 6 mínútur lifðu leiks.

Víkings stelpur náðu að minnka muninn í 1 mark en náðu aldrei að jafna. Svo fór að Afturelding vann að lokum 22-26. Gríðarlega sterkur sigur hjá Mósó stelpum og ljóst að þær geta gert ýmsa hluti á góðum degi.

Hjá Víking var norðlenska skyttan Auður Brynja Sölvadóttir markahæst með 7 mörk. Klaudia varði 11 skot í marki Víkinga.

Hjá UMFA var Susan Ines Barinas Gamboa markahæst með 9 mörk. Markvarslan hjá Áslaugu og Ingibjörgu Gróu skilaði þeim 7 boltum vörðum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top