Györ og Brest ósigruð eftir sex umferðir – stórsigur Odense í Búkarest
Laurent Lairys / DPPI via AFP)

Hatadou Sako - Gyori (Laurent Lairys / DPPI via AFP)

Györ og Brest halda áfram sigurgöngu sinni í Meistaradeild kvenna eftir að hafa tryggt sér sína fimmtu sigra í röð um helgina. Györ lagði franska stórliðið Metz í sannkölluðum háspennuleik í Ungverjalandi, á meðan Brest rúllaði yfir Podravka á heimavelli.
Á sama tíma hélt FTC áfram að styrkja stöðu sína í toppbaráttu B-riðilsins, Krim vann mikilvægan útisigur í Noregi – og Odense vann sögulegan sigur á CSM í Búkarest í „leik vikunnar“.

A-riðill

Györi Audi ETO KC (UNG) – Metz Handball (FRA) 31:27 (16:8)
Markahæstar: Bruna de Paula 8/11 (Györ), Sarah Bouktit 7/14 (Metz)
Metz byrjaði betur og komst 2:1 yfir, en þá tók Györ völdin. Heimakonurnar skoruðu fjögur mörk í röð og gáfu forystuna ekki eftir það sem eftir lifði leiks.
Hatadou Sako, fyrrverandi leikmaður Metz, átti stórleik í marki Györ – sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hún varði 17 skot (68%). Metz skoraði aðeins fjögur mörk fyrstu 20 mínúturnar og staðan var 16:8 í hálfleik.
Metz minnkaði muninn í 28:26 undir lokin, en Sako varði mikilvægt skot og Györ hélt haus – fimmti sigurinn í fimm leikjum.

TTeam Esbjerg (DAN) – Borussia Dortmund (ÞÝS) 36:29 (24:14)
Markahæstar: Henny Reistad 8 (Esbjerg), Déborah Lassource 8 og Guro Nestaker 8 (Dortmund)
Esbjerg sýndi engin merki um hik á heimavelli og vann sinn þriðja leik á tímabilinu með yfirburðum. Henny Reistad var óstöðvandi og markvörðurinn Katharina Filter lokaði markinu á köflum.
Esbjerg fór í 10 marka forystu í hálfleik og hélt henni út – þrátt fyrir baráttu Lassource og Nestaker hjá gestunum.

Buducnost (MNE) – Gloria Bistrita (ROU) 26:29 (16:13)
Markahæstar: Itana Grbic 8 (Buducnost), Danila So Delgado og Sonia Seraficeanu 7 (Bistrita)
Buducnost er enn án stiga eftir sex umferðir þrátt fyrir góða frammistöðu í fyrri hálfleik. Heimakonur leiddu 16:13 í leikhlé, en gestirnir frá Rúmeníu sneru blaðinu eftir hlé með sterkum varnarleik og frábærri markvörslu hjá Renata de Arruda.
Bistrita tók völdin á lokakaflanum og tryggði sér þriðja sigurinn í keppninni.

Storhamar (NOR) – DVSC Schaeffler (UNG) 28:30 (16:15)
Markahæstar: Anniken Obaidli 8 (Storhamar), Alicia Toublanc 6 (DVSC)
DVSC virðist njóta sín best á útivelli – báðir sigrar liðsins hafa komið þar.
Storhamar byrjaði vel og leiddi 9:5, en svo fór að halla undan fæti hjá þeim undir lok fyrri hálfleiks.
Í síðari hálfleik var leikurinn jafn, en síðustu fimm mínúturnar réðu úrslitum: markvörðurinn Adriana Placzek lokaði markinu og Jovana Jovovic tryggði sigur gestanna.

B-riðill

Sola HK (NOR) – Krim Mercator (SLO) 28:35 (12:15)
Markahæstar: Kristiane Knutsen 6 (Sola), Tamara Mavsar 8 (Krim)
Sola hóf leikinn betur og komst í 4:1, en Krim jafnaði 5:5 og tók öll völd á leiknum.
Tamara Mavsar dró gestina áfram í sókn og markvörðurinn Maja Vojnovic var traust í rammanum. Krim var 15:12 yfir í hálfleik og náði 26:20 forskoti þegar tæpar 15 mínútur voru eftir.
Sola átti góða kafla en náði aldrei að brúa bilið. Krim vann annan sigur sinn í röð og er komið af botninum.

FTC-Rail Cargo Hungaria (UNG) – Ikast Håndbold (DAN) 27:24 (13:11)
Markahæstar: Petra Simon 5 (FTC), Julie Scaglione 5 (Ikast)
Ikast hóf leikinn betur og leiddi 3:1, en FTC svaraði með fjórum mörkum í röð og tók frumkvæðið. Petra Simon og Mette Tranborg voru drífandi í sókninni og FTC hafði tveggja marka forystu í hálfleik.
Gestirnir jöfnuðu 13:13 í byrjun seinni hálfleiks, en markvörðurinn Kinga Janurik hélt ungra­verska liðinu inni í leiknum með góðum vörslum. FTC var 23:19 yfir þegar 10 mínútur voru eftir og kláruðu leikinn fagmannlega.
Ikast náði ekki að nýta hraðaupphlaup sín og varð að sætta sig við tap.

Brest Bretagne Handball (FRA) – HC Podravka (CRO) 33:25 (15:12)
Markahæstar: Anna Vjakhireva 7 (Brest), Andrea Šimara 6/7 (Podravka)
Andrea Šimara skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Podravka, en Brest svaraði með 5:0 áhlaupi og komst í 9:2 eftir 15 mínútur. Clarisse Mairot skoraði sex mörk á þessum kafla og lagði grunninn að sigri franska liðsins.
Podravka klóraði í bakkann og minnkaði í 10:7, en Brest hélt þriggja marka forskoti í hálfleik. Ana Gros og Anna Vjakhireva tóku við keflinu af Clarisse Mairot eftir hlé og juku muninn í sjö mörk. Brest vann öruggan sigur – sinn sjötta í röð – og er áfram með fullt hús stiga.

Leikur vikunnar: CSM Bucuresti (ROU) – Odense Håndbold (DEN) 30:36 (16:16)
Markahæstar: Elizabeth Omoregie 8 (CSM), Viola Leuchter 8 (Odense)
Odense vann sinn fyrsta leik í Búkarest – og það með stæl. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik tóku danska liðið stjórnina með hraðari sókn og öflugri frammistöðu frá Elmu Halilcevic og Tinu Abdula.
Yara ten Holte var frábær í marki og Odense tryggði sex marka sigur, sinn stærsta gegn CSM í Meistaradeildinni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top