Nýtt þjálfarateymi í Garðabænum
Sævar Jónasson)

Hanna Guðrún Stefánsdóttir (Sævar Jónasson)

Samkvæmt heimildum Handkastsins hefur nýtt þjáfarateymi verið tilkynnt í Garðabænum.

Hanna Guðún Stefánsdóttir og Arnar Daði Arnarsson munu stýra liðinu út keppnistímabilið. Hlutverk þeirra liggur þó ekki fyrir að svo stöddu.

Hanna Guðrún Stefánsdóttir stýrði liðinu í jafnteflinu á móti KA/Þór um helgina og Arnar Daði Arnarsson hefur verið aðstoðarþálfari hjá meistaraflokk karla hjá Stjörnunni. Hann mun gegna því starfi áfram samhliða nýrri stöðu hjá kvennaliðinu.

Hanna og Arnar Daði munu stýra fyrsta leiknum sínum saman á laugardaginn þegar liðið fer í heimsókn í Breiðholtið og mætir ÍR.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top