Sjö leikmenn á leið á sitt fyrsta heimsmeistaramót
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dana Björg Guðmundsdóttir (Kristinn Steinn Traustason)

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins valdi á föstudaginn 16 leikmenn í landsliðshópinn sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Þýskalandi um mánaðamótin fyrir hönd Ísland.

Sjö leikmenn af þeim sextán sem Arnar Pétursson valdi eru á leið á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Fjórar af þeim eru á leið á sitt fyrsta stórmót. Alfa Brá Oddsdóttir, Lovísa Thompson, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Sara Sif Helgadóttir eru á leið á sitt fyrsta stórmót á ferlinum en Dana Björg Guðmundsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir og Katrín Anna Ásmundsdóttir eru að fara á sitt fyrsta heimsmeistaramótþ

Miklar breytingar eru á HM hópi Íslands frá EM í Austurríki á síðasta ári en átta leikmenn af þeim átján sem fóru á EM í fyrra eru ekki á leið á HM að þessu sinni.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir leikmaður Hauka er eini leikmaðurinn sem fer ekki á HM sem fór á EM í fyrra sem gaf kost á sér að þessu sinni. Markvörðurinn, Elín Jóna Þorsteinsdóttir er ólétt ásamt Perlu Ruth Albertsdóttur, Berglind Þorsteinsdóttir er í fríi frá handboltaiðkun, Þórey Rósa Stefánsdóttir og Steinunn Björnsdóttir eru hættar í handbolta, Rut Arnfjörð Jónsdóttir sem er einnig ólétt hafði gefið það út að hún væri hætt með landsliðinu og sömu sögu er að segja um Sunnu Jónsdóttir.

Hér má sjá HM hópinn sem Arnar Pétursson valdi.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top