Alfa Brá Hagalín (Kristinn Steinn Traustason)
Einn leikur fer fram í Olís-deild kvenna í kvöld þegar Selfoss og Fram mætast á Selfossi klukkan 18:00. Þetta eru liðin í 7. og 6. sæti deildarinnar en leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Vinni Selfoss leikinn komast þær lengra frá Stjörnunni sem situr á botni deildarinnar en á sama tíma vinni Fram leikinn geta þær andað léttar og skilja tvö neðstu liðin svolítið frá sér. Alfa Brá Hagalín leikmaður Fram hefur verið í stóru hlutverki í liði Fram og þá sérstaklega eftir að fyrirliði liðsins Kristrún Steinþórsdóttir datt út vegna barnsburðar. Í Handboltahöllinni í Sjónvarpi Símans sem sýnd er öll mánudagskvöld var farið yfir tap Fram gegn ÍBV í síðustu umferð en þar var Alfa Brá mikilvæg liðinu sérstaklega undir lok leiks þegar liðið minnkaði muninn eftir að hafa verið vel undir í leiknum. Umræðuna um Ölfu Brá í Handboltahöllinni má sjá hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.