Segja ummæli Díönu vera algjöra þvælu
Eyjólfur Garðarsson)

wHaukarHaukar (Eyjólfur Garðarsson)

Ummæli Díönu Guðjónsdóttur þjálfara Hauka vakti athygli Handkastsins eftir tap liðsins gegn Haukum í 8.umferð Olís-deildar kvenna í vikunni þar sem hún var í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins.

Ummæli Díönu voru rædd í Handkastinu á föstudagsmorguninn en gestir Stymma klippara að þessu sinni voru þeir Einar Ingi Hrafnsson og Guðjón Guðmundsson.

,,Það er eins og ég hef alltaf sagt að þá erum við að búa til nýtt lið og það verða alltaf hæðir og lægðir. Við erum bara á þessari vegferð og stefnum á að reyna að komast í úrslitakeppni og vera í 4. sætinu. Margir nýir leikmenn og það er nóg eftir,” sagði Díana Guðjónsdóttir þjálfari bikarmeistara Hauka frá síðustu leiktíð í viðtalinu við blaðamann Morgunblaðsins eftir sannfærandi tap liðsins gegn Val.

Stymmi klippari spurði gesti Handkastsins hvort þessi ummæli væru ekki þvæla? 

,,Ef þetta er hugsunarhátturinn á Ásvöllum þá geta Haukarnir gleymt þessu. Þær þurfa frekar að veðja á hinn pólinn að reyna byggja upp sjálfstraustið hærra en það í rauninni er. Þær eru með Jóhönnu Margréti og hún þarf í alvörunni að trúa á sjálfan sig en ekki að búa til einhvern efa í hausnum á sér. Hún þarf að trúa því að hún sé sú besta í deildinni og þá fer hún að delivera. Þetta er þvæla finnst mér,” sagði Einar Ingi.

,,Þetta er algjör þvæla. Stefán Arnarson annar þjálfari Hauka sagði það nú á sínum tíma að það tæki þrjú ár að gera Hauka að Íslandsmeisturum og núna er hann á sínu þriðja ári. Þetta eru bara afsakanir og Haukar eiga að vera á betri stað en þær eru á, í dag,” bætti Gaupi við.

Stymmi benti á að Haukar væru í 5.sæti deildarinnar og það væri skelfilegur árangur. Haukar mæta Malaga í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarsins á Ásvöllum í kvöld klukkan 19:15.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top