Heimavöllur Hauka fær nýtt nafn
Brynjólfur Jónsson)

Haukar ÍR Skarphéðinn Ívar Einarsson (Brynjólfur Jónsson)

Haukar hafa tilkynnt með ánægju að framvegis mun leikvangur félagsins í handbolta bera nafnið Kuehne+Nagel höllin í stað DB Schenker höllin eins og heimavöllur Hauka hefur heitið undanfarin ár.

Í tilkynningunni frá Haukum segir að nafnbreytingin er liður í nýju samstarfi milli Hauka og Kuehne+Nagel, sem nú stígur sín fyrstu skref sem einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar. Með þessu mikilvæga samstarfi styrkjum við enn frekar stoðir handboltans í Hafnarfirði og fögnum því að fá öflugan og alþjóðlegan bakhjarl inn í Haukafjölskylduna.

,,Það er okkur sönn ánægja að kynna þetta nýja samstarf og nafnið Kuehne+Nagel höllin. Við hlökkum til að byggja upp öflugt samstarf sem styður við íþróttastarf og samfélagið í Hafnarfirði," segir ennfremur.

Kuehne+Nagel er eitt stærsta flutninga- og birgðastýringarfyrirtæki heims, með yfir 82.000 starfsmenn á um 1.300 starfsstöðvum í tæplega 100 löndum. Fyrirtækið býður upp á lausnir í sjóflutningum, flugi, landflutningum og vöruhúsarekstri, auk sérhæfðra stafrænna lausna fyrir flókin aðfangakeðjukerfi.

Nýja nafnið endurspeglar tengingu við alþjóðlega flutningageirann og styrkir rekstrargrundvöll handknattleiksdeildarinnar til framtíðar.

,,Við hlökkum til að taka á móti leikmönnum, stuðningsfólki og gestum í Kuehne+Nagel höllinni – heimili Hauka í handbolta," segir í tilkynningunni frá Haukum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top