Skilur ekki ákvörðun landsliðsþjálfarans
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Arnar Pétursson (KERSTIN JOENSSON / AFP)

Arnar Pétursson þjálfari kvennalandsliðs Íslands valdi í síðustu viku 16 manna leikmannahóp sinn fyrir heimsmeistaramótið sem hefst síðar í mánuðinum en þar er Ísland í riðli með Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ.

Í nýjasta þætti Handkastsins var hópurinn ræddur þar sem Arnar Daði Arnarsson þáttastjórnandi Handkastsins furðar sig á því afhverju ekki hafi verið valinn 18 manna leikmannahópur í stað 16.

,,Það er bullandi kynslóðaskipti í liðinu. Átta leikmenn frá EM á síðasta ári eru ekki með að þessu sinni og einungis einn leikmaður af þeim sem hefði getað verið valin en var ekki valin, það var Jóhanna Margrét hjá Haukum. Hinar sjö eru annað hvort hættar, óléttar eða í pásu. Einhvernvegin finnst mér þetta svo skrítið hvernig Arnar Pétursson velur þetta. Hann færir athyglina á einhvern stað sem hann hefði ekki þurft að gera,” sagði Arnar Daði bendir þá á þá neikvæðu umræðu sem hefur skapast um það hvernig hópurinn var tilkynntur en enginn blaðamannafundur var haldinn eins og tíðkast hefur heldur var hópurinn sendur fjölmiðlum og með þriggja tíma fyrirvara var fjölmiðlum boðið að hitta Arnar Pétursson í höfuðstöðvum HSÍ og taka viðtal við hann.

,,Eina sem maður veltir fyrir sér og maður skilur ekki þá ákvörðun, afhverju hann velur einungis 16 leikmenn í stað 18,” sagði Arnar Daði og bendir á að þær þjóðir sem hafa verið að tilkynna hópana sína undanfarna daga eru flestar að velja 18 manna leikmannahópa.

,,Nú ætla ég aftur að nota þau orð að þarna fer hljóð og mynd ekki saman. Afhverju í andskotanum getum við ekki valið 18 leikmenn, þó að þetta séu þá bara 17-18 ára leikmenn sem taka þá við keflinu eftir nokkur ár. Að þær fái ekki að kynnast aðeins umhverfinu og sjá hvernig þetta er. Það er verið að tala um að kvenna handboltinn sé í slæmri stöðu og afhverju þá ekki að leyfa 1-2 ungum og efnilegum leikmönnum að finna smjörþefinn og þá mögulega smitar það út frá sér. Mögulega eru þá einhverjar 10-12 stelpur sem eru í kringum þessar 1-2 sem hugsa, það er stutt í þetta hjá mér líka.”

Arnar Pétursson var spurður að því í viðtali eftir að hópurinn var tilkynntur hvort að ástæðan fyrir því að hann hafi einungis valið 16 manna leikmannahóp væri vegna fjárhagsstöðu HSÍ. 

,,Þar fullyrðir hann að þetta sé ekki fjárhagsleg ákvörðun eða einhver niðurskurður hjá sambandinu heldur einungis ákvörðun þjálfarateymisins. Þetta eru tveir neikvæðir punktar sem hefði verið auðvelt að komast hjá. Haldið blaðamannafund og gerið þetta almennilega og veljið 18 mannahóp og enginn væri að segja neitt né neitt,” sagði Arnar Daði.

Frekari umræðu má hlusta á í nýjasta þætti Handkastsins.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top